Fréttir

Úlfsárveita

Vinna hafin á ný

Vinna er nú hafin á ný við stöðvarhús Úlfsárveitu. Búið er að mála spennarýmið og verður spennirinn settur inn næstkomandi fimmtudag og fáum við þá veiturafmagn og getum hitað upp sjálft stöðvarhúsið.

Um leið og tækifæri gefst verða veggir pokapússaðir og málaðir og gólf flotað. Síðan verður ljósum komið á sinn stað og allt gert klárt til að koma vélbúnaðinum á sinn stað.

Strax og vélarnar eru uppsettar og afstilltar steypum við festilinn utanum inntaksrörið og svo verðum við að láta steypuna þorna í allt að 28 daga áður en gangsetningarferlið getur hafist.

Færum hér inn myndir og frásagnir af framvindu verksins.

Lesa meira

Coanda ristar frá Orkuveri

Arnarlax fjárfestir í sjálfhreinsandi ristum

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur fest kaup á COANDA ristum frá hinum virta framleiðanda aquashear.

Arnarlax hyggst nota ristarnar til að hreinsa vatn sem sem notað er í seiðaeldisstöðina á Gileyri. 

Ristarnar eru 70 cm háar og 4,5 m breiðar og afkasta um 300 l/s

Þær verða settar upp næsta sumar og verður áhugavert að fylgjast með árangri þeirra.

Óskum Arnarlaxi til hamingju með þessa ákvörðun.

Lesa meira

Við höfum tekið í notkun nýja og enn betri heimasíðu sem við vonum að geri viðskiptavinum okkar og öllum þeim sem áhuga hafa á smávirkjunum auðveldara með að kynna sér hvað við hjá Orkuveri erum að gera hverju sinni.

Síðan er enn í vinnslu og ekki er að fullu lokið við að færa inn öll þau verkefni sem við höfum komið að í gegnum tíðina en við ætlum að kappkosta við að ljúka þeirri vinnu sem allra fyrst.

Þessi síða er unnin af Premis ehf og hefur samstarfið við það fyrirtæki verið einstaklega gott og ef upp hafa komið einhverjar spurningar af okkar hálfu er það leyst á skömmum tíma.

Vonum að þið njótið og biðjumst velvirðingar á hugsanlegum innsláttarvillum á síðunni.

Lesa meira