Fréttir

Hvesta 3

Framkvæmdir hafnar

Orkuver ehf hefur tekið að sér að byggja Hvestuveitu 3, fyrir Jón og Höllu í Fremri Hvestu í Arnarfirði í samstarfi við þau.

Fyrir eiga þau og reka Hvestuveitu 1 og 2.

Framkvæmdir við stíflumannvirki hófust þann 26 júní og voru undirstöður undir inntaksþró steyptar tveimur dögum síðar og inntaksþróin sjálf var síðan steypt viku síðar. 

Hafist verður handa við að reisa sjálfa stífluna næstkomandi mánudag.

Lesa meira

Inntak Úlfsárstöðvar

Frágangi lokið

Frágangi á landi í kringum inntak Úlfsárstöðvar er nú lokið.

Inntakið er með sjálfhreinsandi Coanda inntaksristum frá Aquashear sem hafa reynst alveg einstaklega vel við mismunandi 

aðstæður á Íslandi.

Inntaks trektin er smíðuð hjá vélsmiðju Þrastar Marselíusarsonar á Ísafirði sem auk þess smíðaði mannops lokið á inntaksþrónna.

Til gamans má geta þess að einn ágætur hundaeigandi á Ísafirði kemur daglega með fallega hundinn sinn til að leyfa honum að

 fá sér sundsprett í inntakslóninu.

Lesa meira

Úlfsárstöð

Uppsetning vélbúnaðar

Búið er að koma fyrir vélbúnaði í stöðvarhúsi Úlfsárstöðvar í Dagverðardal.

Búnaðurinn kemur frá Global Hydro Energy í Austurríki og er byggður á ramma sem gerir alla

uppsetningu afar fljótlega og þægilega.

Aðeins tók um 6 klst að koma honum fyrir á réttum stað og var síðan hafist handa við að tengja fallpípuna við 

inntaksrörið og kaplana á spennin.

Steypt var síðan utanum inntaksrörið og beðið í 28 daga meðan steypan var að ná fullri hörnun.

Stöðvarhúsið er steinsteypt og verður það steinað að utan í dökkum lit til að falla betur að umhverfinu.

Nú þegar er búið að múra það að innan og mála í hvítum lit og ganga frá rafmagni og því sem þarf innandyra.

Lesa meira

Úlfsárstöð

Vinna hafin á ný

Vinna er nú hafin á ný við stöðvarhús Úlfsárstöðvar. Búið er að mála spennarýmið og verður spennirinn settur inn næstkomandi fimmtudag og fáum við þá veiturafmagn og getum hitað upp sjálft stöðvarhúsið.

Um leið og tækifæri gefst verða veggir pokapússaðir og málaðir og gólf flotað. Síðan verður ljósum komið á sinn stað og allt gert klárt til að koma vélbúnaðinum á sinn stað.

Strax og vélarnar eru uppsettar og afstilltar steypum við festilinn utanum inntaksrörið og svo verðum við að láta steypuna þorna í allt að 28 daga áður en gangsetningarferlið getur hafist.

Færum hér inn myndir og frásagnir af framvindu verksins.

Lesa meira