Allt á kafi í snjó

bb.is greinir frá

skrifað 09. jan 2014
Botn1
  • bb.is | 09.01.2014 | 08:26

Allt á kafi í Botni

Mjög snjóþungt er í Súgandafirði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum úr Botni.

Að sögn Björns Birkissonar bónda í Botni hefur búskapurinn síðustu daga einkennst af stanslausum snjómokstri því bændur verða að komast í útihúsin kvölds og morgna í gegningar og vélar að komast að heyrúllustæðum.

Botnsbændur eru með kálfaeldi í Breiðadal í Önundarfirði og segir Björn snjóþyngslin vera þau sömu þar. Stórt snjóflóð féll úr norðurhlíðum Botnsdals og teppir það árfarveg Botnsár þannig að á kafla hefur áin færst þó nokkuð til í suðurátt. Björn segist ekki vita hvenær það féll enda hefur verið lítið skyggni þangað til í gær.

smari@bb.is

Botn3Botn2
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR