Flowtite rör til Ísafjarðar

skrifað 20. maí 2013
IMG_6527

Orkubú Vestfjarða keypti nýverið Flowtite þrýstipæípur frá APS í noregi sem nota á í nýja virkjun sem OV ætlar að reisa í sumar og ber heitið Fossárvirkjun.

Virkjunin er staðsett í Engidal og mun taka við af eldri virkjun sem þar er og hefur verið kölluð Rafstöðin að Fossum eða Fossavatnsvirkjun.

Nýja virkjunin verður um það bil 1.200 kW að stærð og þrýstipípan er um 1740 m löng í þrýstiflokkum frá PN6 til PN35.

Látum hér fylgja með myndir þegar Svanur, eitt skipa skipafélagsins NES kom til hafnar á Ísafirði og landaði þar rörunum sem fara eiga í virkjuna.

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða tóku á móti þeim og sá Sigurlaugur Baldursson um að hífa þau frá borði.

IMG_6523IMG_6538IMG_6552IMG_6541IMG_6550
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR