Flowtite rör til Ólafsvíkur

skrifað 22. maí 2013
IMG_6563

Í gær, þriðjudag tók Orkusalan við Flowtite rörum frá APS í Noregi, til að nota í Rjúkandavirkjun.

Um er að ræða alls um 1.440 metra af DN800 og DN700 rörum í þrýstiflokkum frá PN6 til PN25.

Orkusalan vinnur nú að endurnýjun bæði á vélbúnaði og þrýstipípum í Rjúkandavirkjun á Snæfellsnesi.

Verkinu á að vera lokið á haustmánuðum og er jarðvinnuverktaki um það bil að koma sér fyrir til að geta hafið störf við útskiptingu pípunar.

Myndirnar eru teknar við löndun á rörunum og sá Þorgeir ehf frá Rifi um þá vinnu sem gekk vel þrátt fyrir mikið plássleysi á höfninni.

IMG_6562IMG_6556IMG_6555IMG_6559IMG_6561IMG_6536
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR