Flutningar í vændum

skrifað 13. jún 2010

Orkuver ehf. hefur fest kaup á húsnæði við Smiðjuveg 11 í Kópavogi, þar sem Timbur og Stál var áður til húsa. Þessa dagana erum við að flytja lager og verkstæði þangað. Í byrjun júlí verður öll okkar starfsemi flutt. Að vísu í bráðabirgðaskrifstofur til að byrja með, því til standa miklar breytingar og endurnýjun á húsnæðinu. Við áætlum að því verði lokið snemma í haust.  Nýja húsnæðið er stórt og rúmgott, og verður mikill munur fyrir viðskiptavini að geta skoðað allar okkar vörur á einum stað, við bestu aðstæður. Þessi stækkun gefur okkur einnig möguleika á að auka við vöruúrval okkar eftir því sem ástandið í þjóðfélaginu batnar.   Nýja húsnæði Orkuvers Nýja húsnæðið er stórt og rúmgott

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR