ORKUBÓNDI

Aðalfundur landssamtaka raforkubænda 2013

skrifað 15. apr 2013
IMG_6349

Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda var haldinn þann 13 apríl sl. að Hótel Geirlandi.

Ágæt mæting var á fundinn og var hann bæði gagnlegur og skemmtilegur.

Birkir Friðbertsson formaður samtakanna setti fundin og var Ólafur Eggertsson skipaður fundarstjóri og Eiður Jónsson ritari.

Jón Snæbjörnsson gjaldkeri samtakanna fór yfir reikninga félagsins.

Birkir fór yfir skýrslu stjórnar og ræddi framtíðarhorfur og sýn sína á hvernig bæta mætti umhverfi þeirra er hefðu áhuga á að reisa raforkuver til eigin nota eða til framleiðslu inn á dreifikerfið.

Framsögumenn að þessu sinni voru þau Tinna þórarinsdóttir frá Veðurstofu Íslands sem ræddi um afrennsliskort og nýtingu þeirra til að gera sér sem best grein fyrir því vatnsmagni sem til staðar er á hverjum stað.

Pétur E Þórðarson frá RARIK, sem er mikill reynslubolti í orkugeiranum, ræddi meðal annars um raflínukort auk þess sem hann ráðlagði mönnum almennt með fyrstu skrefin og hvernig haga skildi undirbúningi að smávirkjun.

Einnig hélt framsögu Kristinn Einarsson frá Orkustofnun og fór hann yfir núverandi hlutverk Orlkustofnunar og viðhorf þeira til smávirkjana.

Kaffi, kleinur og fleira góðgæti rann ljúflega niður og þegar fundi var slitið fór hópurinn í heimsókn til Sólrúnar og Lárusar á Kirkjubæ sem sýndu okkur heimarafstöð sína sem hefur verið æði lengi í notkun og gengur enn vel.

Einnig heimsóttum við Kjartan Ólafsson og aðra ábúendur að Botnum í Meðallandi og skoðuðum gamla heimarafstöð en þeir bændur hyggjast nú reisa nýja virkjun og er grunnur að stöðvarhúsi risinn og vélbúnaður kominn heim á hlað.

Við hjá Orkuveri þökkum fyrir góðan fund og ánægjuleg samskipti við fundarmenn og sýnendur virkjananna

Sjá hér fyrir neðan fleiri myndir frá þessum viðburði.

IMG_6351IMG_6353IMG_6371IMG_6366IMG_6365IMG_6370IMG_6367IMG_6368IMG_6356IMG_6355
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR