Fundarboð

Landssamtök raforkubænda

skrifað 02. jún 2014

Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda 2014 verður haldinn í Baldurshaga á Bíldudal þ.7. Júní n.k. og hefst hann kl. 13.00

Dagskrá fundarins verður þannig:

1. Setning fundarins og skipun starfsmanna.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Umræða um skýrslu stjórnar

4. Erindi Björgvins Skúla Sigurðssonar framkv.stj. Landsvirkjunar, um orkumál.

5. Erindi Kristjáns Haraldssonar,Orkubússtj. um orkukaup o.fl.

6. Erindi Gunnars Orra Gröndal, starfsm. Verkís, um vatnamælingar.

7. Fyrirspurnir til framsögumanna og orðið frjálst.

8. Reikningar LR 2013 lesnir upp.

9. Reikningar bornir undir atkvæði, og árgjald ákveðið.

10. Kaffihlé, áætlað kl. 15.30

11. Kosinn einn maður í stjórn til þriggja ára, og einn í varastjórn sama tíma.

12.Kosnir tveir skoðunarmenn til eins árs.

13.Önnur mál. Fundarslit, (áætluð eigi síðar en 17.30).

    Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um virkjanir innan við 10 MW.    
   Að fundi loknum verður hægt að skoða Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal og Hvestuvirkjun.

Bent skal á að fyrir fundarmenn úr öðrum landshlutum gæti verið snjallt að taka sumarfrí á Vestfjörðum í leiðinni og gera góða ferð enn betri.

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR