Fundur Landssamtaka raforkubænda 2014

Haldin á Bíldudal

skrifað 10. jún 2014
Grétar myndir af virkjunum 070

Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda var að þessu sinni haldin á Bíldudal. Fundarsókn var fremur dræm sem er miður því mikilvægt er að halda hagsmunasamtökum sem þessum gangandi og virkum.

Birkir Friðbertsson setti fundinn og fékk til liðs við sig Sigurð Jarlsson sem fundarstjóra og var Eiður Jónsson ritari fundarins.

Birkir fór auk þess yfir skýrslu stjórnar og rakti þau málefni sem á daga hafa drifið frá síðasta aðalfundi.

Björgvin Skúli Sigurðsson frá Landsvirkjun hélt áhugavert erindi um orkumál. Kristján Haraldsson ræddi um orkukaup og fleira auk þess sem Gunnar Orri Gröndal fór yfir helstu atriði er varðar mikilvægi þess að rétt sé staðið að vatnsmælingum ef fyrirhugað er að byggja vatnsaflsvirkjun.

Jón Snæbjörnsson fór yfir reikninga félagsins og í kosningu var kosinn Guðmundur Valgeir Magnússon í stjórn félagsins til þriggja ára.

Eftir fund var farið í skoðunarferð í Hvestuveitu og tóku þau hjón Jón og Halla í Hvestu á móti fundarmönnum með myndarskap eins og þeim er von og vísa. Auk þess var farið í áhugaverða skoðunarferð með Arnarlax ehf í sjókvíar sem fyrirtækið hefur verið að setja upp í Arnarfirði.

Ég þakka öllum sem að komu að þessum ánægjulega degi frábæra samveru og hvet sem flesta áhugamenn um smávirkjanir að taka þátt í starfi samtakanna til að þau verði öflugur málsvari raforkubænda í framtíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá örfáar myndir frá ferð minni vestur.

Takk fyrir mig.

Ásgeir Mikkaelsson / Orkuver ehf

IMG_2100IMG_2104IMG_2106IMG_2108IMG_2110
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR