Fyrsti sláttutraktorinn afhentur.

Ánægður viðskiptavinur

skrifað 28. maí 2013
IMG_6673

Við höfum nú afgreitt fyrsta sláttutraktorinn sem er af gerðinni Powerline T-20 102. sem er stærsti sláttutraktorinn frá Powerline sem við bjóðum.

Hann er með 102 cm sláttuborði og grasið safnast upp í 300 l. safnkassa sem er losaður með því að ýta á einn hnapp.

Kaupandinn er Hörður Óskarsson sem starfar sem sedibílsstjóri og segir hann að honum hafi strax litist mjög vel á þann búnað sem orkuver er að bjóða fyrir þá sem sjá um græn svæði, hvort heldur er við heimahús eða bústaðinn.

Hörður fjátfesti í leiðinni í Snjótönn á vélina auk þess sem hann keypti fjölnotaklippur sem hann segir að hann hafi einmitt verið búinn að leita að um nokkurt skeið.

Við óskum Herði kærlega til hamingju með valið og vitum að hann mun glaður njóta þess að vinna með þessum verkfærum og eins og hann sagði sjálfur, þá er gott að eiga viðskipti við þá sem maður veit að muni þjónusta mann vel í framtíðinni.

Við hvetjum alla þá sem hafa hug á að fjárfesta í garðsláttuvélum, sláttutraktorum eða öðrum garðverkfærum að koma við hjá okkur á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og skoða vöruúrvalið sem við bjóðum.

Hér fyrir neðan eru myndir af kaupandanum þegar hann prufukeyrir nýja sláttutrakorinn sinn.

IMG_6675IMG_6677IMG_6678IMG_6679IMG_6680IMG_6681
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR