Fyrstu Goldoni dráttarvélarnar á Íslandi

skrifað 29. des 2010


Goldoni STAR 100 Í dag tókum við á móti fyrstu Goldoni dráttarvélunum sem komið hafa til Íslands. Um er að ræða Goldoni STAR 100 sem er 100 hestöfl, fjórhjóladrifin, með aflúttaki að framan og frambeisli. Vélarnar eru vel útbúnar og henta vel fyrir verktaka og sveitarfélög. Einnig henta þær vel sem aukavélar í landbúnaði þar sem þær eru mjög liprar og öflugar. Vélarnar eru nú þegar seldar og hefja nýtt ár í notkun hjá nýjum eigendum.     Við hjá Orkuver munum kappkosta að veita sem besta viðgerða og varahlutaþjónustu á þessum vélum sem og á öðrum hlutum sem fyrirtækið flytur inn. 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR