GOCYCLE til Íslands

skrifað 29. des 2010

Orkuver ehf. hefur hafið innflutning á hinum geysivinsælu GOCYCLE rafmagnsreiðhjólum sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda. Hjólin eru tær snilld í notkun hér á landi þar sem við þurfum að kljást við brekkur sem oft geta reynst erfiðar fyrir hinn venjulega notanda.Segja má að hjólin séu AWD eða með drif á báðum hjólum, þar sem notandinn hjólar og aflið færist í afturhjólið eins og á venjulegum reiðhjólum og svo rafmagnsmótorinn sem knýr framhjólið. Þetta gerir það að verkum að mjög auðvelt er að hjóla upp brattar brekkur en einnig er hægt að notast einungis við rafmótorinn og þeysist þá hjólið áfram á um 30 km hraða og notandinn þarf ekkert annað að gera en að brosa framan í heiminn.   GOCYCLE  Komið og reynsluakið þessu frábæra hjóli og stefnum svo saman að betri lífsstíl á komandi árum! 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR