Gönguskarðsár VIRKJUN

skrifað 28. sep 2015
CAM00373

Gönguskarðsárvirkjun er staðsett á Sauðárkróki og hefur verið lengi í rekstri en var hætt eftir að gömul trépípa gaf sig.

Nú hafa nýir rekstraraðilar ákveðið að endurbyggja þessa virkjun og til þess að það megi verða þurfa þeir að endurnýja allan vél og rafbúnað auk þess sem ný 1.300 mm þrýstipípa alls um tæplega 2.148 metra löng verður lögð á nýjan stað þar sem fyrirhugað stöðvarhús verður reist.

Orkuver ehf, hefur nú þegar gert samning við þessa áræðnu aðila og hefur verið undirritaður kaupsamnigur um bæði vélar og rör auk þess sem keyptar verða Coanda inntaksristar frá Orkuver ehf, sem við erum afar stoltir af.

Þann 22 september síðastliðinn kom leiguskip á vegum Orkuvers ehf, með fullfermi af rörum í þessa virkjun.

Starfsmenn Gönguskarðsárvirkjunar tóku á móti rörunum og sá fyrirtækið Þorgeir ehf frá Rifi á Snæfellsnesi um að landa þeim.

Við óskum eigendum Gönguskarðsárvirkjunar ehf til hamingju með að velja aðeins hágæða vörur í sína virkjun.

image013image007image022image015
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR