Gönguskarðsárvirkjun gangsett.

Framkvæmdum lokið

skrifað 14. maí 2016
IMG_5399

Gönguskarðsárvirkjun hin nýja var formlega gangsett fimmtudaginn 12 maí síðastliðinn. Fjölmenni var við opnunina og sagði Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri og einn af eigendum stöðvarinnar við það tækifæri að sjaldan hefði hann mætt jafn góðum móttökum og hjálpsemi heimamanna eins og á Sauðárkróki.

Allt hefði gengið upp og meira að segja veðrið lék við þá bæði á framkvæmdatíma og eins á sjálfan opnunardaginn. Fyrir var gömul inntaksstífla og var hún löguð til og settur upp nýr hreinsunarbúnaður, svokallaðar Coanda ristar sem hreinsar öll óhreinindi úr vatninu og eru sjálfar sjálfhreinsandi. Þetta er nýung sem áhugavert verður að sjá hvernig reynist þegar hausta tekur og grunnstingullinn sem áður olli rekstrartruflunum lætur á sér kræla.

Allur búnaður fyrir virkjunina var keyptur af Orkuveri og sáu eigendur virkjunarinnar ásamt starfsmönnum þeirra um byggingaframkvæmdir og jarðvegsvinnu. Einnig komu að verkinu heimamenn sem leystu störf sín ver vel úr hendi að sögn eigenda.

Virkjunin getur framleitt um 1650 kW og er fallhæðin 53 metrar. Rörirn eru 1.300 mm í þvermál og eru alls 2.148 metra löng. Búnaðurinn getur nýst sem varaafl að hluta þegar þess gerist þörf.

Við hjá Orkuveri ehf óskum eigendum Gönguskarðsárvirkjunar innilega til hamingju með stórkostlega virkjun og þökkum fyrir ánægjuleg viðskipti.

IMG_5343IMG_5348IMG_5351IMG_5365IMG_5369IMG_5373IMG_5382IMG_5374IMG_5386IMG_5395
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR