Heimarafstöðvar.

skrifað 27. jún 2012

Mikill áhugi er meðal Íslendinga að virkja bæjarlækinn og framleiða rafmagn til eigin nota.

Við höfum fundið fyrir miklum áhuga manna að virkja og framleiða rafmagn til eigin nota, þar sem rafmagnsverð fer stig hækkandi sem gerir litlar virkjanir enn áhugaverði en verið hefur.

Miklar framfarir hafa orðið í vél og rafbúnaði sem gerir rekstur heimarafstöðva mun auðveldari nú en áður.

Ecowatt rafstöðvar eru víða um land og hafa reynst með miklum ágætum. Rafmagnið frá þeim er afar gott og laust við sveiflur þrátt fyrir mikla álagsbreytingu hjá notenda.

Einnig höfum við hafið samstarf við annan Evrópskan framleiðanda sem lofar góðu. Vörur frá þeim eru væntanlegar til prufu við Íslenskar aðstæður.

Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu þegar kemur að byggingu lítilla og meðalstórra virkjanna, allt frá frumrannsóknum á virkjunarstað til upphafs byggingaframkvæmda.

Við mælum vatn og fallhæðir, gerum arðsemismöt, frumhönnum virkjunarkostinn og útvegum bæði vélar og rör.

Endilega hafið samband við Ásgeir eða Birkir ef þið eruð að huga að virkjunarframkvæmdum frá 1 kW til 10.000 kW

Við breytum vatni í wött 

 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR