MultiOne S600 D

skrifað 11. júl 2012

Nýju S línunni frá CSF MultiOne hefur verið afar vel tekið. Þessar vélar eru sérstaklega nettar og öflugar.

Í boði eru S620 D og S630 D sem eru í grunninn mjög líkar þó að örlítið meira sé lagt í 630 vélina heldur en hina og er hún með 8 hö. stærri mótor og meira glussaflæði.

Segja má að þessar vélar henti einstaklega vel þar sem menn búa við þröngan húsakost en þurfa samt sem áður mikla lyftigetu.

Hægt er að fá lokuð ökumannshús á þessar vélar með miðstöð og upphituðu sæti svo eitthvað sé nefnt, sem getur komið sér vel ef vélin er notuð mikið utandyra t.d hjá ferðaþjónustuaðilum. 

Nokkrar vélar eru nú þegar komnar í notkun hér á landi og eru eigendur þeirra almennt mjög ánægðir með útkomuna.

Von er á næstu sendingu á allra næstu dögum og eru aðeins tvær vélar óseldar úr þeirri sendingu

F003816_S-cabina.jpg

MultiOne S630 D með glerhúsi. 

 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR