Mýraeldum 2010 lokið

skrifað 23. apr 2010

Laugardaginn 17. apríl síðastl. var haldið uppá Mýraelda sem svo eru kallaðir. Var þetta í annað sinn sem það er gert og er stefnt að því að þetta verði gert annað hvert ár. Þarna gerðu menn sér glaðan dag með mottóið "maður er manns gaman" að leiðarljósi. Auk fjölbreyttra skemmtiatriða, var keppt í ýmsum þrautum á vélum sem sumir vilja kalla liðléttinga en við Orkuversmenn köllum okkar vélar "fjölnotavélar". Því miður, (að kröfu okkar keppanda) hvílir mikil leynd yfir úrslitum keppninnar. Að keppni lokinni fengu gestir að spreyta sig við sömu þrautir og reyndur margir og höfðu gaman af. Við vorum að sjálfsögðu vel nestaðir bæði af tækjum, tólum og efnum til inntöku. Skemmtum okkur hið besta við að ræða við gesti og kynna okkur og okkar vörur. Gátum ekki merkt annað en að okkur væri vel tekið og þökkum fyrir það. Við viljum endilega fá að vita af svona uppákomum til að geta komið á staðinn með okkar hafurtask og biðjum við þá sem standa fyrir slíkum samkomum að láta okkur vita í tíma. Smellið hér til þess að skoða myndir frá hátíðinni Mýraeldar 2010Orkuver ehf. mætti með fjölda véla og tækja á hátíðina 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR