NÝ HEIMASÍÐA OPNUÐ

skrifað 06. maí 2013
NÝ HEIMASÍÐA OPNUÐ

Orkuver hefur opnað nýja og stórglæsilega heimasíðu.

Við vonumst til þess að nýja síðan bæti enn frekar samskipti okkar við viðskiptavini.

Heimasíðunni er ætlað að veita viðskiptavinum meira innsæi í það sem við erum að bjóða.

Við höfum nú aukið vöruúrval okkar til muna og bendum sérstaklega á verkfæradeildina en þar er að finna mikið úrval af vönduðum verkfærum á sanngjörnu verði.

Við óskum eftir smá svigrúmi til að leiðrétta innsláttarvillur ef þær leinast einhversstaðar og værum afar þakklát ef þið bentuð okkur á ef við höfum einhverstaðar gert mistök við okkar vinnu.

Einnig er alltaf gaman að fá skoðun ykkar á hvernig viðmót heimasíðunnar er að ykkar mati og hvort ykkur finnst erfitt eða auðvelt að finna þær vörur sem þið leitið að hjá okkur.

Við hlökkum til að eiga áfram ánægjuleg samskipti við viðskiptavini okkar og segjum GLEÐILEGT SUMAR.

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR