Nýtt ár

skrifað 18. jan 2012

Starfsmenn Orkuvers óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakka frábær samskipti á liðnu ári.

Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand á liðnu ári erum við nokkuð sátt með okkar hlut. Við komum að sölu á þrýstipípum fyrir Laxárvirkjun og er gaman að segja frá því að aldrei fyrr hafa verið flutt inn til Íslands jafn sver rör eins og þau sem þar voru notuð eða 4 metrar í þvermál. Við höfum notað tímann vel til að kynna það sem við höfum að bjóða, og lagt áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini okkar. Framkvæmdum við húsið okkar miðar hægt en örugglega, og vonumst við til að geta tekið sölu og sýningarsal fyrirtækisins í notkun í febrúar nk.Með tilkomu hans getum við loks boðið viðskiptavinum okkar að virða fyrir sér þau tæki sem við seljum í notalegu umhverfi.

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR