Nýtt frá MultiOne CSF

Sífelt verið að þróa og bæta.

skrifað 02. júl 2013
F007084_mille

Það verður ekki af þeim skafið CSF mönnum þegar kemur að hönnun og flottu útliti á MultiOne vélum.

CSF hefur nú sett á markaðin tvær nýjar MultiOne fjölnotavélar í M línu.

Vélarnar sem boðnar eru koma með B&S bensínmótorum, 22 & 27 hestafla.

MultiOne MK vélin er 22 hestafla og MZ er 27 hestafla.

Hvergi er kvikað frá gæðum og er nú í fyrsta sinn hægt að fá svona litlar og liprar vélar með upphituðu glerhúsi sem valkost.

Ekki spillir verðið fyrir því miðað við gengi EUR í dag eru þessar vélar að kosta undir 2.000.000 kr +vsk

Tilvaldar vélar fyrir útinotkun við slátt og umhirðu grænna svæða við ferðaþjónustu og sumarhús.

Ekki er látið hér við sitja því á teikniborðinu hjá CSF er nú vél sem ber heitið MultiOne MILLE.

Hér er á ferðinni gríðarlega flott vél með 80 hestafla vél, 2.500 Kg lyftigetu, 40 km aksturshraða og 100 lítra glussadælum.

Vélin er væntanleg í framleiðslu innan nokkura mánaða.

Það verður án efa ánægjulegt að kynna þessa glæsilegu vél fyrir Íslendingum þegar þar að kemur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af MK og MZ línunni frá CSF.

MK línanF007163_DSC_0402F007161_DSC_0387F007157_DSC_0369
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR