Reykjavíkurborg kaupir MultiOne

skrifað 10. ágú 2013
IMG_0610

Þann 8 ágúst síðastliðinn keypti Reykjavíkurborg MultiOne SL835 DT að undangengnu útboði.

Vélin var afhent með tveimur skóflum, lyftaragöfflum, vélsóp og gröfuarmi.

Búnaðurinn verður notaður í húsdýragarðinum og mun án efa létta starfsmönnum þar störfin til muna.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þann búnað sem Reykjavíkurborg keypti og eins þegar Jens Gíslason hjá Orkuveri ehf afhendir Ólafi I Halldórssyni frá eignasjóði Reykjavíkurborgar búnaðinn.

Við óskum nýjum eigendum til hamingju með MultiOne vélina og fylgihlutina sem teknir voru með.

IMG_7049IMG_7053IMG_7048IMG_7052IMG_7059
 
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR