Settur kraftur í rannsóknir á Hvalá.

Frétt af bb.is

skrifað 08. jan 2015
hvalargljufur-og-fossinn-dr

HS Orka keypti í síðasta mánuði meirihluta hlutfjár í Vesturverki sem hefur á síðustu árum unnið að undirbúningi á virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Á næstu misserum verður settur kraftur í rannsóknir á jarðfræði og náttúru við Hvalá til að kanna frekar fýsileika virkjunar í ánni. Ásgeir Margeirsson, forstjóir HS Orku, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að brýnt sé að kanna virkjunarkostinn betur. „Fyrir liggur að efla verður orkuöflun á Vestfjörðum. Afhendingaröryggi rafmagns þar verður sömuleiðis að vera betra. Hugsunin í málinu af okkar hálfu er sú að flytja orkuna inn á flutningskerfi um Vestfirði, til dæmis á Ísafjörð, en samfélagið þar þarf meira rafmagn,“ er haft eftir Ásgeiri í Morgunblaðinu.

Raforkuframleiðsla Hvalárvirkjunar er áætlið 320 GWh á ári. Mjólkárvirkjun er stærsta virkjun Vestfjarða í dag og hefur meðalframleiðsla síðust ára verið 54 GWh á ári. Áætlaður kostnaður virkjunarinnar er um 20 milljarðar króna. Næsta skref rannsókna tekur tvö ár, að sögn Ásgeirs og eftir það þarf að vinna að umhverfismati og fleiri þáttum.

Gunnar Gaukur Magnússon er framkvæmdastjóri Vesturverks og hefur unnið að framgangi Hvalárvirkjunar í nokkur ár ásamt stofnfélögum sínum í fyrirtækinu, þeim Hallvarði Aspelund og Valdimar Steinþórssyni. Í Morgunblaðinu segir hann virkjunarkostinn góðan en óvissuþátturinn er flutningsleið orkunnar og meðað þær forsendur liggi ekki fyrir, sé erfitt að reikna sig til niðurstöðu í málinu. Gunnar Gaukur segir nærtækast að flytja orkuna með línum suður í Reykhólasveit en líklegt sé að sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum setji fram óskir um að línur verði lagðar á Ísafjarðarsvæðið þar sem orkuþörfin er brýn.

Myndin er af Hvalárgljúfri og fossinum Dynjanda.

smari@bb.is

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR