Snjóflóðahætta fyrir austan og vestan.

visir.is Gissur Sigurðsson

skrifað 02. jan 2014
visir

GISSUR SIGURÐSSON SKRIFAR:

Mikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum og lýsti snjóflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissuástandi á þessum slóðum í gærkvöldi.

Ekki er þó talin ástæða til að rýma húsnæði að svo stöddu, en fólk er varað við að vera á ferð í grennd við fjöll. Skafrenningur og éljagangur var á Vestfjörðum í nótt, en Veðurstofunni bárust engar tilkynningar snjóflóð þar í nótt.

Ástandið verður kannað nánar í birtingu, en gert er ráð fyrir frekari snjókomu á svæðinu næstu daga. Útlitið er heldur skárra á Austfjörðum hvað það varðar.

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR