Stóra Eyjavatn eina langtímamiðlunin

Fétt af bb.is

skrifað 11. feb 2015
mjolka-ny

Stóra Eyjavatn er eina langtímamiðlunin sem hægt er að nýta fyrir Mjólkárveitu eins og staðan er í dag. Þetta kemur fram í samantekt Sölva R. Sólbergssonar, framkvæmdastjóra orkusviðs Orkubús Vestfjarða. Virkjanir með langtímamiðlanir eru að sögn Sölva, að fullu með stýranlegt afl eins og um væri að ræða eldsneytisstöð með olíutank. „Málið vandast hinsvegar þegar kemur að því að finna staði sem bjóða uppá langtímamiðlanir með nógu mikilli hagkvæmni og hægt að virkja fallið þar fyrir neðan. Í allri Mjólkárveitu, frá Súðavík til Patreksfjarðar er engin langtímamiðlun nema Stóra Eyjavatn og á Rauðasandi.“ Virkjun á Rauðasandi er gömul hugmynd að sögn Sölva, en afar óljóst er hvort einhver áform eru um framkvæmdir. Allt landið er í einkaeigu og vegna áforma Vesturbyggðar um að gera svæðið að þjóðgarði er hugsanlegt að búið að séð að afskrifa virkjun á Rauðasandi.

Virkjanir Orkubúsins ráða ekki yfir langtímamiðlun nema Þverárvirkjun við Hólmavík. Þar er dregið verulega úr framleiðslunni yfir sumarið og vatnssöfnun fer fram í Þiðriksvallavatni fyrir veturinn líkt og ætlunin er að gera með Stóra Eyjavatn. Orkuforði sem býr í lónunum er mjög ólíkur. Þiðriksvallarvatn, sem er uppistöðulón Þverá, er 25,3 Gl að rúmmáli m.v. 12 metra niðurdrátt. Hægt er að framleiða 3,4 GWh úr þessu vatni sem er ekki mikið, því vatnið liggur mjög lágt yfir sjávarmáli (90 m) og fallhæð virkjunar rúmlega 60 metrar.

Miðlunargeta Stóra Eyjavatns er aðeins minni en Þverá eða 20 Gl. Orkuinnihald þessa rúmmáls er 21,8 GWh eða 6,4 sinnum meira á hvern Gl, enda er Stóra Eyjavatn í 570 metra hæð og fallhæð Mjólkármegin yfir 500 metrar. Miðlun úr Stóra Eyjavatni mun minnka vatnsstreymi í Dynjanda og hefur Umhverfisstofnun lagst gegn áformum Orkubúsins.

smari@bb.is

Mynd. Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Mynd af bb.is

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR