TILKYNNING.

skrifað 19. maí 2015
ToppVelar

Orkuver ehf hefur um árabil verið skipt upp í tvær deildir, véladeild og Orkudeild. Orkudeildin hefur starfað á sviði ráðgjafaþjónustu við þá aðila sem huga að byggingu vatnsaflsvirkjana auk þess að sjá um að útvega hágæða búnað og þrýstipípur fyrir litlar og meðalstórar virkjanir.

Að auki hefur stöðugt færst í vöxt að starfsmenn orkudeildar vinni að úttektum og arðsemismati fyrir þá sem hug hafa á að reisa virkjun.

Véladeildin hefur aftur á móti séð um innflutning á vörum tengdum verktökum, bændum, sveitarfélögum og einstaklingum og má þar helst nefna vörumerki eins og MultiOne fjölnotavélar, Al-KO gæða garðverkfæri og dælur, Gocycle rafmagnsreiðhjólin geysivinsælu, Goldoni dráttarvélar og margt margt fleira.

Nú hefur véladeild Orkuvers verið seld til Toppvéla ehf sem er með aðsetur á sama stað og Orkuver var með sína verslun og eru nýir eigendur staðráðnir í að byggja upp gott og þjónustuvænt félag og bjóða alla gamla sem nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna til skrafs og ráðagerða.

Við hjá Orkuveri ehf þökkum okkar góðu viðskiptavinum kærlega fyrir viðskiptin er tengdust véladeild okkar og óskum nýjum eigendum innilega til hamingju með þau vörumeki sem áður tilheyrðu okkur.

Við munum nú sem áður leggja aðal áherslu á góða og markvissa þjónustu við virkjunaraðila og veitustofnanir.

Með bestu kveðjum

Ásgeir Mikkaelsson, Framkvæmdastjóri.

Birkir Þór Guðmundsson, Ráðgjafi

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR