Um fyrirtækið

Orkuver ehf. var stofnað í byrjun árs 2003 og í upphafi var aðalstarfsemi þess innflutningur á búnaði fyrir litlar og meðalstórar virkjanir. Allt frá stofnun hefur fyrirtækið lagt áherslu á vandaðan búnað frá traustum framleiðendum og með markvissri eftirfylgni hefur okkur tekist að ná góðri markaðshlutdeild á Íslandi fyrir þau vörumerki sem við flytjum inn og seljum.

Sífellt er unnið að bættri þjónustu við viðskiptavini okkar og vöruúrval aukið til þess að mæta síbreytilegum kröfum markaðsins. Þannig fylgjumst við grant með nýjungum sem fram koma og erum sífelt að leita góðra og traustra framleiðenda að vörutegundum sem geta fallið að rekstri okkar.

Þann 01.05.2015 seldi Orkuver ehf frá sér véladeild sína og var þá tekin sú ákvörðun að þjónusta einungis virkjanir og veitustofnanir og munum við kappkosta að bjóða einungis hágæða vöru og aðal markmið okkar er að halda verði og kostnaði í lágmarki fyrir þá aðila sem vilja reisa og reka vatnsaflsvirkjanir auk þess að bjóða veitustofnunum upp á fyrsta flokks þjónustu á lágmarksverði á þeim búnaði sem við útvegun þeim.

Markmið fyrirtækisins er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hágæða búnað á hagstæðu verði ásamt því að veita bestu þjónustu sem völ er á. Þannig munum við einbeita okkur að tiltölulega fáum en sterkum vörumerkjum. 

BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR