Smar T lausnin / tilbúinn á ramma
Smar T lausnin er ein sú flottasta sem í boði er á þesum markaði fyrir virkjanir allt að 1.000 kW að stærð. Það er sama hvort þig vantar búnað fyrir litla eða mikla fallhæð, þá er lausnin þessi. Global Hydro Energy hefur lagt mikinn metnað í að koma með lausn fyrir smærri virkjanir sem er tilbúinn til notkunar og hafa hvergi slegið af gæðum við framleiðsluna. Í boði er Pelton, Francis og Kaplan samstæður sem koma á ramma sem er boltaður niður á stöðvarhúsgólfið, aðrennslispípan tengd við og aflstrengurinn tengdur við spenni.