Heildarlausnir fyrir virkjanir og veitustofnanir.

Allt frá stofnun Orkuvers ehf hefur verið lögð mikil áhersla á að aðstoða þá aðila sem hafa áhuga á að virkja bæjarlækinn og eða stærri vatnsföll.

Mikilvægt er að rannsaka virkjunarkostin vel ásamt því að halda kostnaði í lágmarki.

Það er því afar mikilvægt að taka eitt skref í einu og hafa möguleika á að hætta við án verulegs kostnaðar áður en lengra er haldið ef um óarðbæran virkjunarkost er að ræða.

Við hjá Orkuveri höfum sérhæft okkur í úttektum og mælingum á virkjunarkostum og höfum yfir miklum upplýsingum að ráða auk þess sem reynsla síðustu 12 ára hefur mikið að segja.

Orkuver ehf hefur umboð fyrir vörur frá mörgum bestu framleiðendum heims á ýmsum sviðum. Má þar á meðal nefna hágæða þrýstilagnir fyrir virkjanir og veitustofnanir,auk alls búnaðar þeim tengdum hvort sem um stærri eða smærri verkefni er að ræða.

Búnaðurinn er ýmist staðlaður eða sérsmíðaður, allt eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins.

Einnig bjóðum við upp á margar gerðir af lokum af ýmsum stærðum.

Við leggjum ríka áherslu á að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og leitumst við að finna réttu lausnirnar hverju sinni.

Veldu vöru eða þjónustuflokk hér fyrir neðan og sjáðu hvað við höfum að bjóða.


Rannsóknir.

Rannsóknir.

Túrbínur

Túrbínur

Rör

_dsc9511[1]

Inntaks og lokubúnaður

Inntaks og lokubúnaður

Verkefni

Verkefni

Þjónusta

Þjónusta
BORFLEX SAMTENGI
FLOWTITE ÞRÝSTIPÍPUR
VATNSAFLSHVERFLAR