Skip to content
Forsíða » Fréttir » Galtarvirkjun í Garpsdal

Galtarvirkjun í Garpsdal

Inntaksmannvirki

Framkvæmdir við nýja tæplega 1 MW virkjun hófust í Júní á þessu ári og ganga framkvæmdir vel. Gert er ráð fyrir að hún verði gangsett í september 2022.

Búið er að grafa grafa fyrir pípunni þar sem hún fer hvað dýpst í jörðu eða á um 600 metra kafla. Heildarlengd pípunnar er 2.100 metrar og er hún 1.100 mm í þvermál helminginn af leiðinni og hinn helminginn er hún 1.000 mm í þvermál.

Einnig hefur verið lokið við að byggja inntakið sem er um 26 metra breitt, búið sjálfhreinsandi ristum frá Dulas auk þess sem um það bil 27 metra yfirfallsveggur er við hlið stíflunar.

GRP ( glertrefjapípur ) verða notaðar til að flytja vatnið frá inntakinu í túrbínuna sem er frá hinu virta fyrir tæki Global Hydro Energy í Austurríki