Skip to content
Forsíða » Fréttir » Hvesta 3 komin í gagnið

Hvesta 3 komin í gagnið

Orkuver ehf hefur lokið framkvæmdum við byggingu Hvestu 3 í Fremri Hvestu í Arnarfirði. Um er að ræða litla virkjun sem nýtir vatnið frá Hvestu 1 og 2 og er það búið að vera á döfunni í þónokkur ár að byggja hana.

Virkjunin er með uppsett afl um 200 kW og fengu þau Jón og Halla, eigendur Hvestu 1-2 og 3, Orkuver ehf til að sjá um framkvæmdir við þessa virkjun, sem var gangsett í byrjun árs 2020.

Þetta var skemmtilegur tími og góður og þökkum við fyrir þau góðu kynni sem við áttum með þessu fallega fólki. 

Veðurblíðan í Hvestu er með eindæmum á Vestfjörðum og þó að víða væri leitað og náttúrufegurðin slík að jafnvel hörðustu Önfirðingar verða að viðurkenna að Hvestudalurinn og nærumhverfi er einn sá alflottasti sem til er.

Við óskum eigendum Hvestuveitna innilega til hamingju með þessa viðbót við raforkuframleiðslu þeirra.