Frágangi lokið
Frágangi á landi í kringum inntak Úlfsárstöðvar er nú lokið.
Inntakið er með sjálfhreinsandi Coanda inntaksristum frá Aquashear sem hafa reynst alveg einstaklega vel við mismunandi aðstæður á Íslandi.
Inntaks trektin er smíðuð hjá vélsmiðju Þrastar Marselíusarsonar á Ísafirði sem auk þess smíðaði mannops lokið á inntaksþrónna.
Til gamans má geta þess að einn ágætur hundaeigandi á Ísafirði kemur daglega með fallega hundinn sinn til að leyfa honum að fá sér sundsprett í inntakslóninu.