Mikil breyting verður framkvæmd á húsnæðinu
Orkuver ehf hefur nú fjárfest í atvinnuhúsnæði undir starfsemi sína á Flateyri við Önundarfjörð.
Þessi staðsetning ætti ekki að koma á óvart þar sem báðir eigendur Orkuvers eru ættaðir frá Önundarfirði.
Það er mikill munur að geta nú komið vélaflota fyrirtækissins inn til viðhalds og þurfa ekki að gera við það sem bilar úti í kulda og regni / snjókomu.
Um er að ræða ríflega 400 m2 hús með mikilli lofthæð eða um 6 metra.
Til stendur að lagfæra húsið bæði að innan og utan og setja nýjar innkeyrsludyr á það.