Þjónusta
Við hjá Orkuveri leggjum mikla áherslu á að virkjað sé í sátt við náttúruna og samfélagið. Það kemur kannski best fram í þeim virkjunum sem við höfum staðið að og má þar meðal annara nefna Fjarðarárvirkjanir í Seyðisfirði.
ÁFANGAR
Ef þú átt læk eða á sem hugsanlega er hægt að virkja væri kannski ekki úr vegi að fá okkur til að aðstoða þig með framhaldið.
Við höfum komið að undirbúningi og byggingu fjölda virkjana um land allt í mörg ár eða allt frá síðustu aldamótum.
Við hvetjum alla þá er áhuga hafa á byggingu vatnsaflsvirkjana að hafa samband við okkur til skrafs og ráðagerða.
Við bjóðum uppá alhliða lausn sem felur í sér að viðkomandi virkjunaraðili fær afhenntan lykil að sinni virkjun fullkomnlega í rekstrarhæfu standi og þarf ekki að taka neina áhættu á framkvæmdartíma sem gerir fjármögnun mjög auðvelda.
Stutta útgáfan er… VIÐ BYGGJUM þitt raforkuver og þú ert áhyggjulaus á meðan.
Við höfum kosið að flokka þetta ferli niður í 6 megin áfanga og eru þeir aðgengilegir hér að neðan.
Ásgeir K.r. Mikkaelsson
Ásgeir Kristján Mikkaelsson
Framkvæmdastjóri
Frumkvöðlar í virkjanalausnum
Frystu skrefin
Hvort heldur er, að virkja eigi til eigin nota eða til sölu inn á raforkukerfið þá skoðum við aðstæður, gerum grófa hæðarmælingu og ef þurfa þykir þá tökum eina staka rennslismælingu.
Ef niðurstöður þessara athugana leiða í ljós að hér geti verið áhugaverður virkjunarkostur á ferðinni þá leiðbeinum við viðskiptavinum okkar með framhaldið.
Ef niðurstaðan er neikvæð, þá hvetjum við til þess að ekki verði farið út í frekari rannsóknir að svo stöddu.
Þannig höldum við grunnkostnaði í lágmarki.
Framhaldið
Ef niðurstöður frumrannsókna leyða það í ljós að hér sé á ferðinni áhugaverður virkjunarkostur, þá bjóðum við upp á áframhaldandi þjónustu sem felur í sér gagnaöflun, frumhönnun ásamt áætlun um framleiðslugetu.
Einnig gerum við gróft mat á byggingarkostnaði, útvegum loftmynd af fyrirhuguðu virkjunarsvæði, setjum upp myndrænt hvernig virkjunin kemur til með að líta út, auk þess að gera gróft arðsemismat.
Ef landið sem vatnsfallið er á er í eigu annara en framkvæmdaaðila sjálfra þarf að gera auðlindasamning um landnot og vatnsréttindi.
Við höfum til margra ára aðstoðað landeigendur sem ekki hafa hug á að virkja sjálfir, við að semja við áhugasama framkvæmdaraðila um notkun á auðlindinni.
Við leggjum ríka áherslu á að auðlindin haldist í eigu landeigenda og sé ekki háð því hvernig til tekst við byggingu virkjunarinnar sjálfrar.
Við höfum ákveðið að flokka þetta niður í sex meigin áfanga sem eru aðgengilegir hér að neðan
Áfangi 1
Í áfanga eitt finnum við út hvort skynsamlegt er að fara út í þá vinnu að byggja virkjun miðað við þær aðstæður sem til staðar eru.
Áfangi eitt innifelur eftirfarandi verkþætti
- Frumrannsókn virkjunarkosts
- Gagnaöflun
- Frumhönnun
- Áætluð framleiðslugeta
- Gróft mat á byggingarkotsnaði
- Loftmynd
- Myndvinnsla
- Gróft arðsemismat
- Rannsóknarleyfi
- Landeigendasamningar
- Skýrslugerð.
Áfangi 2
Í áfanga tvö er ekki farið nema niðurstöður rannsókna úr áfanga eitt gefi það sterklega til kynna að um sé að ræða arðbæran virkjunarkost.
Áfangi tvö innifelur eftirfarandi verkþætti.
- Landmælingar og úrvinnsla gagna.
- Rannsóknir á jarðlögum / efnisleit / námusvæði.
- Vatnalífsrannsóknir.
- Gróðurfars-,jarðmynda-,skordýra- og fuglarannsóknir.
- Fornleifarannsóknir.
- Deiliskipulagsgerð ásamt umhverfisskýrslu.
- Frumhönnun fyrir tilkynningu.
- Arðsemismat.
- Tilkynning um matskyldu
- Leyfisöflun.
- Orkuviðskiptasamningur.
- Samningur um tengingu virkjunar við raforku- og fjarskiptakerfið.
Áfangi 3
Ef lagt er af stað í þriðja áfanga er ótvírætt komið í ljós að um arðbæran virkjunarkost sé að ræða.
Í þriðja áfanga fellst eftirfarandi.
- Matsáætlun.
- Frummatsskýrsla.
- Matskýrsla.
Áfangi 4
Í áfanga fjögur er farið í að útvega nákvæm gögn sem nýtast við áframhaldandi vinnu við að byggja virkjunina.
Í áfanga fjögur fellst eftirfarandi
- Fullnaðarhönnun til útboðs og útboðsgögn.
- Samningur um fast verð í byggingu virkjunar
- Framkvæmdaáætlun
- Nákvæm kostnaðaráætlun.
- Endurskoðað arðsemismat og skýrslugerð.
- Aðkeypt rennslisgögn ef til staðar eru.
- Fjármögnun
Áfangi 5
Fimmti áfangi snýr að framkvæmdunum sjálfum.
Auðvitað er það misjafnt eftir stærð virkjunarinnar hversu mikið af hverjum áfanga þarf að framfylgja.
Í áfanga fimm fellst eftirfarandi
- Verkeftirlit á byggingartíma
- Aðstöðusköpun, ferðakostnaður, fæðiskostnaður ofl.
- Vegagerð, slóðagerð, þverun þjóðvega ofl.
- Stöðvarhús, spennahús, frágangur, rafmagns og pípulagnir.
- Vél og rafbúnaður, brúarkrani, kælibúnaður ofl.
- Inntaksmannvirki, botnloka, ristar, trekt og inntaksloki.
- Stíflumannvirki.
- Aðrennslispípa, efni, flutningur, vinna við niðurlögn og frágang.
- Aðveituskurðir / aðveitulagnir efni & vinna.
- Lagnir, tengikostnaður, drenlagnir, rotþró ofl.
- Frágangur á landi eftir framkvæmdir, fjarlæging vinnubúða.
- Fjármagnskostnaður á byggingartíma.
Áfangi 6
Sjötti áfangi snýr að rekstri virkjunarinnar.
Í áfanga sex fellst eftirfarandi
Almennt er það í höndum eigendanna sjálfra en ef virkjunin er orðin talsvert stór, getur verið gott að fá til þess faglærðan starfsmann.
Við hjá Orkuveri bjóðum í samstarfi við okkar birgja upp á almenna viðhalds og eftirlitsþjónustu.
Er þá komið á staðinn einu sinni á ári og farið yfir helstu verkþætti er snúa að rekstraröryggi virkjunarinnar.
Farið er yfir alla helstu núningsfleti og fyrirbyggjandi viðhaldi framfylgt.
Þannig má spara umtalsverðar fjárhæðir og fækka óþarfa rekstrarstöðvunum sem stundum geta komið á þeim tíma sem mest fæst greitt fyrir orkuna.