Skip to content
Forsíða » Fréttir » Úlfsárstöð – Uppsetning vélbúnaðar

Úlfsárstöð – Uppsetning vélbúnaðar

Búið er að koma fyrir vélbúnaði í stöðvarhúsi Úlfsárstöðvar í Dagverðardal.
Búnaðurinn kemur frá Global Hydro Energy í Austurríki og er byggður á ramma sem gerir alla uppsetningu afar fljótlega og þægilega.

Aðeins tók um 6 klst að koma honum fyrir á réttum stað og var síðan hafist handa við að tengja fallpípuna við inntaksrörið og kaplana á spennin.

Steypt var síðan utanum inntaksrörið og beðið í 28 daga meðan steypan var að ná fullri hörnun.
Stöðvarhúsið er steinsteypt og verður það steinað að utan í dökkum lit til að falla betur að umhverfinu.

Nú þegar er búið að múra það að innan og mála í hvítum lit og ganga frá rafmagni og því sem þarf innandyra.