Skip to content
Forsíða » Fréttir » Úlfsárstöð

Úlfsárstöð

Vinna hefst á ný

Vinna er nú hafin á ný við stöðvarhús Úlfsárstöðvar. Búið er að mála spennarýmið og verður spennirinn settur inn næstkomandi fimmtudag og fáum við þá veiturafmagn og getum hitað upp sjálft stöðvarhúsið.

Um leið og tækifæri gefst verða veggir pokapússaðir og málaðir og gólf flotað. Síðan verður ljósum komið á sinn stað og allt gert klárt til að koma vélbúnaðinum á sinn stað.

Strax og vélarnar eru uppsettar og afstilltar steypum við festilinn utanum inntaksrörið og svo verðum við að láta steypuna þorna í allt að 28 daga áður en gangsetningarferlið getur hafist.

Færum hér inn myndir og frásagnir af framvindu verksins.