Skip to content
Forsíða » Verkefni » Virkjanir » Birkihlíð

Birkihlíð

2006

Gangsetning


Innst í botni Súgandafjarðar er rekið myndar bú sem samanstendur af nautgriparækt og sauðfjárrækt.
 Lengi hefur verið heimarafstöð á bænum og er vatnið sótt í surtarbrandsnámu fyrir ofan bæinn.
Búið er rekið sem félagsbú og eru bændurnir vel meðvitaðir um kosti þess og hagkvæmni að framleiða sitt eigið rafmagn.
Í október 2005 festu þeir kaup á nýjum búnaði fyrir heimarafstöðina og byggðu nýtt stöðvarhús.
Þeir notuðust áfram við inntakið og lögnina þar sem það var talið í góðu ásigkomulagi.
Fyrir valinu var Ecowatt AC4/75-200 pelton túrbína með öllum stýringum frá IREM.
Sumarið 2006 var svo húsið byggt og nýja búnaðinum komið fyrir og hefur hann gengið síðan án vandræða. ( skrifað 2019 )
Sex spíssa Pelton
Vökvaflæði stýringar

Framleiðslugeta

Uppsett afl 60 kW

Staðsetning

Birkihlíð í Súgandafirði

Vélbúnaður

IREM SpA
EcoWatt AC4/75-200 6 spíssa Pelton

Þrýstipípa

GRP Standard 500 mm
Þrýstiflokkur PN 6 – 20

Hönnun

Upplýsingar vantar

Jarðvinna

Eigendur sjálfir

Uppsetning á vélbúnaði

Orkuver ehf / Vélboði Hafnarfirði

Byggingarstjóri

Upplýsingar vantar

Rafverktaki

Upplýsingar vantar

Múrari

Upplýsingar vantar

Byggingaverktaki

Upplýsingar vantar