Skip to content
Forsíða » Fréttir » VIRKJUN Í VATNSFIRÐI VEITIR MEIRA ÖRYGGI EN TVÖFÖLDUN FLUTNINGSLÍNU

VIRKJUN Í VATNSFIRÐI VEITIR MEIRA ÖRYGGI EN TVÖFÖLDUN FLUTNINGSLÍNU

Í aðsendri grein til BB á Ísafirði kemur fram að Vatnsfjarðarvirkjun í Vatnsfirði muni auka afhendingaröryggi forgangsorku á Vestfjörðum meira heldur en að tvöfalda Vesturlínu 160 km leið, úr Hrútatungu í Mjólká.

Ennfremur kemur fram að ótiltæki rafmagns á Ísafirði minnki um 90% með tilkomu virkjunarinnar í samanburði við 73% með tvöföldun flutningslínunnar.

Það er því afar mikilvægt fyrir notendur raforku á svæði Orkúbús Vestfjarða að Vatnsfjarðarvirkjun verði að veruleika.