Heros stjórnkerfi
HEROS connect er kerfi sem gerir fjárfestum, eigendum virkjana eða rekstraraðilum kleift að stjórna og fylgjast með öllum tengdum virkjunum á einum vettvangi. Hver virkjun sendir upplýsingar og tilkynningar í Microsoft Azure ský. Kerfið er hannað sem vefsíða sem er útfærð fyrir bæði farsíma og tölvur. Vefsvæðið tryggir örugga og hentuga framsetningu upplýsinga án þess að þurfa að setja upp forrit eða setja upp VPN tengingu við virkjunina. HEROS connect gefur þér yfirsýn yfir allar virkjanirnar á einum skjá. Yfirlitið sýnir allar mikilvægustu upplýsingarnar, svo sem: Núverandi afköst hverrar virkjunar, heildar framleiðslukraft, villumeldingar, tengingar, rekstrarstöðu virkjana og margt fleira. Þetta veitir auðvelt aðgengi að upplýsingum um virkjanirnar hvaðan sem er úr heiminum.