
Crossflow
Crossflow túrbína með handstýrðri eða sjálfvirkri samfelldri flæðistjórnun frá 0-100%.
Þriggja / eins fasa, samhæfður sjálfvirkur rafall 400/230 Volt, 50/60 Hz.
Þessar vélar koma í nokkrum stærðum og henta vel þar sem fallhæð er undir 50 metrum og vatnsmagn frá 4 l/s til 1500 l/s. Framleiðslugeta er allt að 250 kW.
Allur raf og stjórnbúnaður fylgir og mjög auðvelt er að koma þessum búnaði fyrir.
Taflan hér fyrir neðan getur hjálpað til við að átta sig á hvað þínar aðstæður gætu skilað.
Lóðrétti ásinn sýnir fallhæð.
Lárétti ásinn sýnir lítra á sek.
Framleiðslugeta fæst með því að lesa á línuna þar sem þær skerast.
Kíktu á grafið hér fyrir neðan.
