Skip to content
Forsíða » Vörur » Orkugjafar » IREM » IREM stjórnbúnaður

IREM stjórnbúnaður

Stjórnbúnaðurinn frá Irem er nákvæmur og skilvirkur. Í boði er búnaður sem ætlaður er til framleiðslu rafmagns til einkanota og einnig til að framleiða inn á netið til sölu. Ef selja á rafmagn inn á netið er notast við acynkrone búnað sem virkar þannig að hann sækir sér segulmögnun í rafmagnið frá netinu og getur þar að leiðandi ekki framleitt rafmagn nema vera tengdur því.

Stjórnbúnaður fyrir Acyncrone


Þessi búnaður er notaður ef ætlunin er að selja rafmagn inn á netið.
Settir eru tveir mælar, annar sem mælir framleiðsluna út á netið og hinn sem mælir það sem viðkomandi kaupir frá veitunni.
Þetta er að mörgu leiti mjög sniðugt því þá eru menn tryggðir fyrir því að hafa alltaf nægilegt rafmagn þrátt fyrir að dragist saman í vatnsbúskap stöku sinnum.
Ef hinsvegar rafmagnið fer af netinu þá getur þessi búnaður ekki framleitt rafmagn á meðan.

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar.

Stjórnbúnaður fyrir heimarafstöðvar


Þessi búnaður er ætlaður fyrir heimarafstöðvar og getur því unnið sjálfstætt og framleitt rafmagn inn á eigin eyju.
Hann er mjög nákvæmur og viðbragðsfljótur og fer vel með rafmagnstæki.

Hafið samband og fáið nánari upplýsingar.