Skip to content
Forsíða » Vörur » Rör / Þrýstipípur » Ductile rör og fittings frá TRM

Ductile rör og fittings frá TRM

Ductile rör og fittings frá TRM

Við kynnum með stolti nýjan samstarfsaðila í Austurríki, sem er einn af vönduðustu framleiðendum á Ductile rörum og fittings í heiminum.
Fyrirtækið er staðsett í Tyrol og hefur starfað frá árinu 1947 eða í samtals 72 ár. ( skrifað 2017)
Það er því komin mikil og góð reynsla á vörurnar frá þeim og eru þær notaðar víða um heim.
Nú getum við boðið DUCTILE rör í sverleikum frá DN80 – DN600
Rörin þola allt að 1000 metra fall eða um 100 bör ( PN100 )
Þægilegt er að leggja þessi rör og má fyllingin að þeim vera allt að 100.mm.
Rörin eru framleidd í 6 metra lengdum og eru fáanleg með venjulegri samtengimúffu auk þess sem í boði eru læstar múffur.
Þessi rör eru tilvalin þar sem erfitt er að koma að fyllingarefni meðfram rörunum og er lagnatími þeirra því mjög stuttur.
Dæmi eru um að hægt sé að leggja allt að 400 metra af rörum á dag.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölufulltrúum okkar.

TRM rör.

Hér getur þú skoðað myndir og myndbönd af TRM rörunum.
Fleiri myndir verða settar inn fljótlega.